Bjarkarhlíð
Við Bústaðaveg (fyrir neðan Bústaðakirkju), 103 Reykjavík, Sími: 553 3000. Ókeypis ráðgjöf og viðtöl.
Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir fullorðna þolendur ofbeldis. Fólki stendur til boða að fá viðtöl og ráðgjöf hjá félagsráðgjöfum, lögreglu og lögfræðingum þeim að kostnaðarlausu, allt á einum stað. Einnig eru haldnir fyrirlestrar og námskeið.
Kynferðisofbeldi
Aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Þjónustan er fyrir brotaþola og aðstandendur.
Stígamót bjóða upp á ráðgjöf í Reykjavík og á völdum stöðum utan höfuðborgarsvæðisins. Það er líka hægt að fá viðtal í gegnum síma eða fjarfundabúnað á netinu.
Bjarmahlíð Akureyri
Aðalstræti 14, Akureyri. Sími 551-2520.
Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Þar er boðið upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi.
Fyrir konur um allt land
Konur og aðstandendur þeirra geta komið og fengið ókeypis stuðning, ráðgjöf og upplýsingar án þess að til dvalar komi.
Vaktsími, opinn allan sólarhringinn: 561-1205.
Suðurland
Hefur þú orðið fyrir ofbeldi? Sigurhæðir er þjónusta við konur, 18 ára og eldri, sem eru þolendur kynbundins ofbeldis í hvaða mynd sem er.
Reykjavík, Akureyri, Selfossi
Allir meðferðaraðilar Lausnarinnar eru vel menntaðir og uppfylla fagleg skilyrði til að veita samtalsmeðferð. Lausnin býður líka upp á fjarþjónustu.
Þolendur ofbeldis
Fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Miðstöðin er fyrir alla; konur, karla og aðstandendur.
Fyrir gerendur
Meðferð fyrir karla og konur sem beita ofbeldi.
Kvennaráðgjöfin
Ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf fyrir konur.
Túngötu 14, 101 Reykjavík. Sími: 552-1500.
Kvennaradgjofin.is (athugið að heimasíðan þeirra er merkt óörugg og þess vegna hefur tengill á síðuna verið fjarlægður hér).
Fjölskylduvernd Heilsugæslan
Þjónustan er fyrir verðandi foreldra og foreldra með ung börn sem glíma við alvarlega vanlíðan, geðrænan vanda eða hafa áhyggjur af þroska og/eða tengslamyndun barns.
Geðheilsuteymi fjölskylduvernd veitir þjónustu um allt land. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins.
Bergið headspace
Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Það er hægt að panta tíma, hringja, senda póst eða spjalla á netinu.
Sjálfsvíg og sjálfsskaði
Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Boðið er upp á viðtöl og stuðningshópa fyrir 18 ára og eldri.
Veistu um fleiri úrræði?
Ef þú veist um önnur úrræði sem eru ekki skráð hér máttu senda okkur nafn á því eða tengil á heimasíðu, í gegnum Facebook-síðuna Ofbeldishringurinn.
Sálrænn stuðningur