Viltu vita meira?
Hér fyrir neðan eru ýmsar upplýsingar tengdar heimilisofbeldi. Við mælum líka með að skoða heimasíðu Bjarkarhlíðar, Kvennaathvarfsins, Stígamóta og fleiri aðila sem bjóða upp á úrræði. Auk þess síðurnar Rauðu ljósin, Þú átt von og Sjúk ást.
skiptu þér af - Kvennaathvarfið
Bæklingur sem aðstoðar fólk við að gera sér grein fyrir alvarleika heimilisofbeldis og sýnir mikilvægi þess að skipta sér af. Heimilisofbeldi er ekki einkamál.
ReMoved - stuttmynd
Áhrifamikil stuttmynd um áhrif heimilisofbeldis á börn. Myndin er tæpar 13 mínútur. Það er nánast ekkert talað svo tungumálakunnátta er óþörf. Opnast á YouTube.
Kvennaathvarfið
Skýrsla um líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis, og persónuleikaeinkenni fólks sem beitir ofbeldi.
Frétt Guardian
Í Bretlandi deyja fleiri af völdum heimilisofbeldis en hryðjuverka. Smellið á hnappinn hér fyrir neðan til að lesa fréttina.