Ofbeldishringurinn
 
 

Forvarnarverkefni um hringrás heimilisofbeldis

 
 
 
Ofbeldishringur_hveitibraudsdagar_stig_ofbeldis_heimilisofbeldi_afleidingar.jpg
 
 
 
 

Afleiðingar

Langtímaáhrif heimilisofbeldis á heilsu þolanda eru margskonar og geta komið fram þó ekki sé um líkamlegt ofbeldi að ræða.

Lesa meira →

 

Hvað er heimilisofbeldi?

Heimilisofbeldi er ekki alltaf líkamlegt ofbeldi og karlmenn eru ekki alltaf gerendur. Ofbeldið getur verið andlegt, kynferðislegt, stafrænt og fjárhagslegt.  

Lesa meira →

 
 
 

Áhrif á börn

Hvaða áhrif hefur það á börn að alast upp við ofbeldi á heimilinu?

Lesa meira →

 

Úrræði

Til að fá ráðgjöf eða aðstoð er mikilvægt að leita til fagaðila. Hér eru talin upp helstu úrræði sem eru í boði. 

Skoða úrræði

 
 
 

Langtímaáhrif  heimilisofbeldis

Samkvæmt fjölmörgum rannsóknum, íslenskum og erlendum, er búið að greina helstu langtímaáhrif heimilisofbeldis. Þessar afleiðingar geta líka komið fram þó ekki sé um líkamlegt ofbeldi að ræða.

 
 
 
 
ofbeldishringurinn_heimilisofbeldi_afleidingar.jpg
 

Heimilisofbeldi er ekki einkamál

Breytum þessu saman - Skiptu þér af

Ef þig grunar að manneskja sem þú þekkir búi við heimilisofbeldi, er hægt að tilkynna það til lögreglunnar í síma 112. Eða fá ráðgjöf um rétt viðbrögð meðal annars hjá Kvennaathvarfinu og Bjarkarhlíð.

Ef um neyðartilvik er að ræða á alltaf að hringja í 112. Ef þú ert ekki viss hvort þetta sé neyðartilvik en grunar það, hringdu samt í 112. 

Ef börn eru á heimilinu ber fólki skylda til að tilkynna það til Barnaverndarnefndar eða 112.

Þolendur eru ekki líklegir til að biðja um hjálp að fyrra bragði en munu þiggja hana.